Pokahátíð Héðinsminni

Pokarnir eru margir hverjir virkilega glaðlegir. Mynd: Facebooksíðan Pokastöðin í Skagafirði.
Pokarnir eru margir hverjir virkilega glaðlegir. Mynd: Facebooksíðan Pokastöðin í Skagafirði.

Sem kunnugt er tóku svokallaðar Pokastöðvar til starfa í þremur verslunum í Skagafirði fyrir réttu ári síðan með það að markmiði að draga úr notkun innkaupapoka úr plasti með því að sauma og bjóða taupoka til láns. 

Að verkefninu hafa komið fjölmargar konur, en trúlega enginn karl enn sem komið er, og er félagsskapurinn öllum opinn. Nú ætlar hópurinn að fagna saman góðum árangri í baráttunni fyrir plastlausum Skagafirði og er ætlunin að hittast í Héðinsminni á morgun og sauma fleiri poka en einnig að slá saman í veitingar og njóta samveru.

Pokasaumshópurinn býður alla velkomna í Héðinsminni, líka til að kíkja við, sýna samstöðu og fá sér kaffi.

Tengdar fréttir:

 

Pokastöðvar teknar til starfa í Skagafirði,

Sauma innkaupapoka til láns

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir