Potluck í Nes listamiðstöð - Aflýst
Nes listamiðstöð á Skagaströnd býður í svokallan „potluck“ kvöldverð á morgun, fimmtudaginn 14. maí, kl: 18.00 – 20:00. „Komið og deilið máltíð með listamönnunum okkar. Allir velkomnir,“ segir í fréttatilkynningu frá Nes.
Potluck eða Pálínuboð er skilgreint sem samkoma þar sem gestirnir koma með mat og leggja til á sameiginlegt hlaðborð.
Þeir listamenn sem nú eru í listamiðstöðinni að Fjörubraut 8, Skagaströnd, eru frá Austurríki, Þýskalandi, Kanada, Bandaríkjunum og Hollandi.
Uppfært: 14 maí kl. 15:19
Aflýsa hefur þurft Potluck vegna veikinda framkvæmdastjóra og fjarveru margra listamanna. Í tilkynningu frá Listamiðstöðinni er beðist velvirðingar á þessu.
