Púttmót í kvöld

Golfklúbbur Sauðárkróks stendur fyrir púttmóti í kvöld á „Flötinni“ sem er inniaðstaða klúbbsins og geta keppendur mætt frá 19:30 – 21:30. Í desember verður púttmótaröðin með öðrum hætti en vanalega því nú verður mót fyrstu þrjá fimmtudagana fram að jólum og verða verðlaun veitt fyrir hvert mót fyrir sig. Á heimasíðu klúbbsins segir að nú séu úrslit ljós í púttmótaröð nóvembermánaðar en leikið var alla fimmtudaga og giltu þrjú bestu kvöldin.

Eftir rannsókn og endurskoðun kom í ljós að röð efstu manna var þessi:

  • Arnar Geir Hjartarson á 169 höggum
  • Ingvi Þór Óskarsson var á 181 höggi
  • Unnar Ingvarsson á 187 höggum
  • Guðmundur Ragnarsson á 192 höggum.

Fleiri fréttir