Pylsuvagn á Hofósi
feykir.is
Skagafjörður
24.03.2011
kl. 08.52
Elsa Stefánsdóttir, Gunnar Atli Gunnarsson og Sonja Sif Jóhannesdóttir hafa fengið tímabundið leyfi frá 15. maí til 30. september til þess að setja upp færanlegan pylsuvagn á milli Höfðaborgar og gömlu Esso stöðvarinnar á Hofós.
Sundgestir og aðrir gestir og íbúar á Hofsósi ættu því að geta gætt sér á rjúkandi heitum pylsum eða pulsum eftir því sem við á í sólinni í sumar.
