rabb-a-babb 23: Merete á Hrauni

Nafn: Merete K. Rabølle.
Árgangur: "67.
Fjölskylduhagir: Gift Steini Rögnvaldssyni og á þrjú börn. Bý á Hrauni á Skaga.
Starf / nám:  Bóndi / stúdentspróf og bændaskóli.

Bifreið: Toyota Avensis.
Hestöfl: Hef ekki hugmynd en nóg.
Hvað er í deiglunni: Skemmtilegasti tíminn, vorið með sauðburði og æðavarpi.

Hvernig hefurðu það?  
Ljómandi gott.
Hvernig nemandi varstu?  
Frekar þæg.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? 
Gott veður, kaffi í garðinum og að við dönsuðum gömlu dansana í stóru stofunni um kvöldið.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? 
Hjúkrunarkona.
Hvað hræðistu mest? 
Að rekast á rottur í hænsnakofanum heima í Danmörku!
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)?  
Midt om natten, eftir Kim Larsen.
Hvaða lag ertu líklegust til að syngja í Kareókí? 
Æh ég veit það nú ekki, syng nú ekki vel.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? 
Krøniken á sunnudögum. Þá verður Steini að svara símanum!
Besta bíómyndin? 
Á enga uppáhalds bíómynd en mér finnast íslenskar og danskar bíómyndir yfirleitt góðar.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? 
Eitthvað gott i gogginn, eins og vínber eða súkkulaði.
Hvað er í morgunmatinn?
Danskt  rúgbrauð með osti og kaffi.
Uppáhalds málsháttur? 
Á engan uppáhalds málshátt en einn sem ég hef ekki fundið á islensku kemur stundum upp í hugann: Hvad der kommer let, går let!
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? 
Knold og Tot.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? 
Búa til uppvask handar Steina.
Hver er uppáhalds bókin þín? 
Ég mætti lesa meira en Frk. Smillas fornemmelse for sne eftir Peter Høeg  er eftirminnilega og Börn regnbogans eftir Birgitta Halldórsdóttir sem ég las í vetur var lika ágæt.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... 
...í kaffi til mömmu og pabba.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? 
Að ég er oft á síðustu mínútunni.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra?  
Það fer ekkert í taugarnir á mér, allir er svo indælir!
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? 
Er ekki með hugann við fótbolta.
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? 
Engum sérstökum, en það er alltaf gaman að hafa góða íþróttamenn hvort sem þeir eru íslenskir eða danskir.
Kim Larsen eða Shu-Bi-Dua? 
Kim Larsen stendur fyrir sínu, en Shu-bi-dua gera frábæra texta.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? 
Nelson Mandela.
Ef þú ættir að dvelja alein á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? 
Góða bók, bjórkippu og Jóna gold epli.
Hvað er best í heimi? 
Að fara á hestbak á heiðina á fallegu sumarkvöldi.
Að hvaða leiti eru Íslendingar ólíkir Dönum? 
Danir plana allt - Íslendingar ekkert. Danir lifa til að geta borðað - Íslendingar borða til að geta lifað. Danir safna frítíma - Íslendingar safna peningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir