rabb-a-babb 64: Guðrún Eik

Nafn: Guðrún Eik Skúladóttir.
Árgangur: 1988.
Fjölskylduhagir: Þriðja í röðinni af fjórum systkinum.
Starf / nám: Nemi á náttúrufræðibraut við FNV.
Bifreið: Forlátur Lancer, árgerð "86.
Hestöfl: Ekkert alltof mörg, en nægja mér alveg.
Hvað er í deiglunni: Vinna og njóta sumarsins.

Hvernig hefurðu það? Bara ljómandi gott.
Hvernig nemandi varstu? Ég var og er að sjálfsögðu fyrirmyndarnemandi.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Hesturinn minn, sem ég fékk frá mömmu og pabba.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Bóndi.
Hvað hræðistu mest? Að missa einhvern nákominn.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? Ætli fyrsti geisladiskurinn minn hafi ekki verið Spiceworld með Spice girls.
Hvaða lag ertu líklegust til að syngja í Kareókí? I believe in a thing called love með Darkness.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? Í vetur missti ég helst ekki af Melrose Place, en þar sem það er enginn Skjár einn í Hrútafirðinum horfi ég ekki mikið á sjónvarp. Reyni samt að ná Desperate Housewives.
Besta bíómyndin? Lord of the Rings trílógían.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? Clooney og Paltrow.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? Súkkulaði.
Hvað er í morgunmatinn? Þykkmjólk með perum og eplum.
Uppáhalds málsháttur? Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Asninn og kötturinn í Shrek.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Ætli það sé ekki piparpúkakakan margfræga.
Hver er uppáhalds bókin þín? Harry Potter bókaflokkurinn.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... til Ástralíu.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Tilhneiging til að velta mér upp úr orðnum hlut.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Nöldur og þegar fólk gerir úlfalda úr mýflugu.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Ég hef alltaf haldið með Arsenal og það er svo langt síðan ég ákvað það, að ég hreinlega man ekki hvernig það kom til.
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? Thierry Henry og félögum í Arsenal, Zidane og svo gömlu frjálsíþróttahetjunum Carl Lewis og Michael Johnson.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? Heim í Búðardal.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? Martin Luther King.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Hengirúm, góða og langa bók og sólarvörn.
Hvað er best í heimi? Íslensk sumarkvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir