Ráðið í starf forstöðumanns þróunarsviðs hjá Byggðastofnun
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
05.11.2019
kl. 10.36
Sigríður Elín Þórðardóttir hefur verið ráðin forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar en alls bárust 24 umsóknir um starfið. Á vef Byggðastofnunar segir að Sigríður, sem lauk mastersnámi í félagsfræði frá Háskóla Íslands árið 2004, hafi yfir að ráða yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu af starfi að byggðamálum og hafi starfað sem sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar allt frá árinu 2000. Í starfi sínu á Byggðastofnun hefur Sigríður Elín unnið að fjölbreyttum verkefnum og stýrt stórum samstarfsverkefnum á verkefnasviði stofnunarinnar, jafnt innlendum sem erlendum.
Sigríður Elín tekur til starfa sem forstöðumaður þróunarsviðs þann 1. janúar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.