Ráðning sviðsstjóra í Húnaþingi vestra

Úlfar Trausti Þórðarson hefur verið ráðinn í starf sviðsstjóra Framkvæmda- og umhverfissviðs Húnaþings vestra frá og með 1. september nk.

Samkvæmt vef Húnaþings vestra er Úlfar Trausti Byggingarfræðingur B. Sc. að mennt og hefur starfað fyrir Fljótsdalshérað síðastliðin sjö ár þar af sem byggingarfulltrúi árin 2008–2011. Hann er kvæntur Halldóru Tómasdóttur framhaldsskólakennara og ritstjóra og eiga þau þrjú börn.

Fleiri fréttir