Ráðningar hjá Skagafjarðarhöfnum

Sauðárkrókshöfn: Mynd: Hólmfríður Sveinsdóttir.
Sauðárkrókshöfn: Mynd: Hólmfríður Sveinsdóttir.

Ráðið hefur verið í auglýstar stöður hafnarstjóra og yfirhafnarvarðar hjá Skagafjarðarhöfnum. Dagur Þór Baldvinsson hefur verið ráðinn í starf hafnarstjóra frá 1. janúar sl. en áður gegndi hann stöðu yfirhafnarvarðar. Pálmi Jónsson var ráðinn í hans stað sem yfirhafnarvörður og mun hefja störf innan tíðar, segir á vef Svf. Skagafjarðar.

Dagur Þór er menntaður sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og hefur starfað sem yfirhafnarvörður hjá Skagafjarðarhöfnum frá desember 2016. Tvær umsóknir bárust um starfið.

Pálmi lauk 4. stigs skipstjórnarprófi árið 2006 og hefur 750kW vélavarðarréttindi auk þess að hafa sótt ýmis námskeið í tengslum við störf sín hjá Landhelgisgæslunni. Pálmi hefur um 20 ára reynslu í sjómennsku, bæði á fiskiskipum og varðskipum. Ein umsókn barst um starfið.

Sjá nánar HÉR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir