Ræða hugmyndir um bæjarhátíð á Skagaströnd

Tómstunda- og menningarmálanefnd Svf. Skagastrandar boðar til almenns fundar um bæjarhátíðir á Skagaströnd. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 13. nóvember 2014, kl. 20:30 í Félagsheimilinu Fellsborg.

Á vef sveitarfélagsins segir að á fundinum verður kannað og rætt hvaða hugmyndir íbúar hafa um bæjarhátíð á Skagaströnd og rætt um hvort, hvenær og hvernig slíkar hátíðir verði haldnar. Nefndin mun síðan vinna úr þeim hugmyndum sem fram koma.

„Allir eru velkomnir á fundinn og sérstaklega óskað eftir að hugmyndríkt og skemmtilegt fólk mæti,“ segir loks á vefnum.

Fleiri fréttir