Rætt um skólaþróun og upplýsingatækni á UTís á Sauðárkróki

Fjöldi þátttakenda UTís í Frímúrarasalnum á Sauðárkróki. Mynd af myndaalbúmi UTís.
Fjöldi þátttakenda UTís í Frímúrarasalnum á Sauðárkróki. Mynd af myndaalbúmi UTís.

Þriðja UTís, ráðstefna um upplýsingatækni í skólastarfi, var haldið á Sauðárkróki um síðustu helgi en viðburðurinn er ætlaður kennurum og skólafólki af öllu landinu. Alls tóku 126 aðilar þátt og að sögn Ingva Hrannars Ómarssonar, skipuleggjanda viðburðarins, voru að auki 170 á biðlista.

Ráðstefnan hófst með Tækni PubQuiz á fimmtudagskvöldið fyrir þá sem mættu snemma til leiks en aðaldagskrá hófst í Frímúrarasalnum á föstudagsmorgun og stóð fram á kvöld. Sex  erlendir fyrirlesarar héldu erindi sem kveiktu neista og juku við þekkingu þeirra sem á hlýddu, eins og Álfhildur Leifsdóttir, einn þátttakenda, komst að orði á Fésbókarfærslu sinni.

Dagskráin var margbreytileg og hélt hún áfram á laugardeginum þar sem endað var með vinnustofum verðlaunum og samantekt.

Á heimasíðu UTís segir að viðburðurinn sé haldinn af fólki á gólfinu fyrir fólkið á gólfinu. „UTís er fyrir okkar fremsta skólafólk til þess að ræða saman í næði um skólaþróun og upplýsingatækni og deila því sem það telur, af eigin reynslu, vera best fyrir nám og kennslu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir