Rammvilltur Moggavefur
Moggavefurinn Mbl.is rammvilltist um helgina þegar sagt var frá týndum gangnamanni sem björgunarsveitir á Norðurlandi vestra leituðu að með góðri hjálp frá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. Að sögn Mbl.is var leitað á skaganum milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar - semsagt á Tröllaskaga - en maðurinn kom fram á Ketu á Skaga, sem er vel að merkja á Skaga milli Húnaflóa og Skagafjarðar en ekki á Akranesi...
