Rangt talið í Skagafirði

Við yfirferð yfirkjörstjórnar í dag kom í ljós að mistök höfðu átt sér stað í samlagningu atkvæða í gærkvöldi, þannig að 10 atkvæðum var bætt við L-lista Byggðalistans og heildarfjölda greiddra atkvæða. Þessi mistök breyta engu um lokaniðurstöðu kosninganna og kjörna fulltrúa, segir í tilkynningu frá yfirkjörstjórn í Skagafirði.
Heildarfjöldi greiddra atkvæða var 2310 atkvæði og eru réttar lokatölur úr Sveitarfélaginu Skagafirði því eftirfarandi:
B-listi Framsóknarflokksins: 761 atkvæði
D-listi Sjálfstæðisflokks: 469 atkvæði
L-listi ByggðaListans: 460 atkvæði
V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og óháðra: 545 atkvæði
Auðir seðlar voru 68 og aðrir ógildir seðlar 7
Heildarkjörsókn var 78.89%
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.