Rannsóknarverkefni um íslensku lopapeysuna
Rannsóknarverkefnið um tilurð íslensku lopapeysunnar, sem Heimilisiðnaðarsafnið, Hönnunarsafn Íslands og Gljúfrasteinn standa fyrir, er nú í fullum gangi. Á dögunum heimsótti Ásdís Jóelsdóttir, lektor við Menntavísindadeild Háskóla Íslands, sem vinnur að verkefninu, heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi og rannsakaði gamlar peysur sem varðveittar eru í safninu.
Ásdís hefur viðað að sér miklu af gögnum hjá söfnum og stofnunum og átt viðtöl við fjölmarga einstaklinga meðal annars við margar íslenskar prjónakonur sem muna tímana tvenna. Ljóst er að mjög skýr tengsl er á milli munsturgerðar gamalla íslenskra vettlinga og “lopapeysunnar”.
Á meðfylgjandi mynd má sjá grænlenska treyju og gamla peysu þar sem hluta munsturgerðarinnar svipar saman. „Greinilega er að mörgu að hyggja í þessu spennandi verkefni,“ eins og fram kemur í frétt á heimasíðu Heimilisiðnaðarsafnsins.