REKO afhendingar á fimmtudag

Frá REKO afhendingu á Blönduósi síðasta vetur.
Frá REKO afhendingu á Blönduósi síðasta vetur.

Næstkomandi fimmtudag, þann 5. mars, verða REKO afhendingar á Blönduósi og Sauðákróki. Með REKO afhendingu er átt við að neytendur geta átt milliliðalaus viðskipti við framleiðendur á svæðinu en hugmyndafræðin bak við REKO á rætur sínar að rekja til Finnlands og stendur skammstöfunin fyrir „vistvæna og heiðarlega viðskiptahætti“.

Markmiðin með REKO eru m.a. að koma upp sölu- og dreifingarkerfi sem sparar tíma og peninga, að auka viðskipti með vörur úr héraði og efla nærsamfélagsneyslu og gera matarhandverki og heimavinnslu hærra undir höfði. REKO Norðurland var stofnað fyrir rúmu ári síðan og hafa afhendingar verið með u.þ.b. mánaðar millibili í vetur.

Viðskiptin fara þannig fram að á Facebook er að finna hópinn REKO Norðurland og þurfa áhugasamir að sækja um inngöngu þar til þess að geta pantað vöru. Framleiðendur kynna þá vöru sem í boði er á hverjum stað fyrir sig og neytendur leggja inn pöntun og greiða fyrir vöruna áður en afhendingin á sér stað.

Afhendingar að þessu sinni verða sem hér segir:

  • Á Blönduósi í versluninni Húnabúð, fimmtudaginn 5. mars klukkan 12:00-12:30.
  • Á Sauðárkróki á N1 í Ábæ, fimmtudaginn 5. mars klukkan 17:00-17:30.

Hægt er að afla sér nánari upplýsinga um REKO og sölufyrirkomulagið á slóðunum  https://mataraudur.is/reko-a-islandi/ og https://mataraudur.is/reko-algengar-spurningar-og-svor-fyrir-framleidendur/

 

 

Fleiri fréttir