Rekstrarhagnaður Svf. Skagafjarðar 241 millj. króna

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2018 var tekinn til fyrri umræðu í sveitarstjórn sl. miðvikudag. Þar kom fram að rekstrarhagnaður A- og B-hluta á árinu 2018 hafi verið 241 millj. króna og rekstrarafgangur A-hluta  jákvæður um 91,5 millj. króna. 

Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A- og B-hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf. og Eyvindarstaðaheiði ehf.

Á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar segir að rekstrartekjur hafi numið 5.506 millj. króna á árinu af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 4.686 millj. króna. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 4.774 millj. króna, þar af A-hluti 4.259 millj. króna.

Rekstrarhagnaður A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 731 millj. króna, þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 427 millj. króna. Afskriftir eru samtals 209 millj. króna, þar af 114 millj. króna hjá A-hluta.

Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals um 293 millj. króna, þ.a. eru 229 millj. króna fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarhagnaður A- og B-hluta á árinu 2018 er 241 millj. króna og rekstrarafgangur A-hluta er er jákvæður um 91,5 millj. króna.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir