Rekstrartruflanir á heita vatninu í Lýdó

Byrjað að dæla lofti í borholuna. Mynd: skv.is.
Byrjað að dæla lofti í borholuna. Mynd: skv.is.

Unnið verður fram eftir degi að hreinsun á hitaveituholu og niðursetningu nýrrar dælu við Hverhóla í Skagafirði og mega notendur hitaveitu í Lýtingsstaðarhreppi búast við truflunum á heitavatnsrennsli á meðan framkvæmdum stendur. Á heimasíðu Skagafjarðaveitna kemur fram að síðastliðna helgi hófst borun hitaveituholu í landi Hverhóla í Lýtingsstaðahreppi hinum forna en tilgangur holunnar er að auka rekstraröryggi hitaveitunnar.

Holan er 118m djúp og benda fyrstu mælingar til þess að vatnsmagn í henni sé töluvert meira en í þeirri sem nýtt er í dag. Hitastigið á vatninu er svipað og í núverandi holu eða um 66°C.

„Borun holunnar gekk með ágætum en þegar verið var að ljúka borun um hádegi þriðjudaginn 4. desember myndaðist samgangur á milli holunnar og núverandi borholu. Afleiðingar þessa samgangs urðu þær að óhreinindi komust í núverandi holu sem ollu því að dæla sem var í holunni hætti að virka og vatnslaust varð á hitaveitukerfinu,“ segir á Skv.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir