Réttað í Víðidalstungurétt - Myndasyrpa
Réttað var í Víðidalstungurétt um helgina í prýðis veðri og samkvæmt venju mætti fjöldi gesta og fylgdist með bændum koma hrossum sínum í rétta dilka. Að sjálfsögðu var Anna Scheving mætt í réttina með myndavélina og kom svo aðeins við á Stóru-Ásgeirsá og myndaði þar kisu, geitur og nokkra graðfola hjá Magnúsi bónda.