Réttir á Norðurlandi vestra

Göngur og réttir eru þjóðlegir og spennandi viðburðir ár hvert á Norðurlandi vestra en eins og fólk hefur orðið vart við er haustið á næsta leiti og senn líður að fyrstu réttum þann 4. september.

Helstu fjárréttir á Norðurlandi vestra má nefna Hamarsrétt á Vatnsnesi sem er einkar falleg og sérstök rétt við ströndina. Miðfjarðarrétt í Húnaþingi vestra, Auðkúlurétt og Undirfellsrétt í Austur-Húnavatnssýslu og Staðarrétt og Skarðarétt í Skagafirði.

Helstu stóðréttirnar eru Staðarrétt og  Laufskálarétt í Skagafirði, Víðidalstungurétt í Húnaþingi vestra og Skrapatungurétt í Austur- Húnavatnssýslu. Hvergi á landinu koma eins mörg hross saman í stóðréttum eins og á Norðurlandi vestra.

 HÉR getur þú séð hvar réttirnar eru staðsettar.

Réttir í Húnaþingi vestra

Fjárréttir

  • 4. sept. Miðfjarðarrétt
  • 4. sept. Hrútatungurétt
  • 10. sept. Valdarásrétt í Fitjárdal
  • 11. sept. Víðidalstungurétt
  • 11. sept. Þverárrétt í Vesturhópi
  • 11. sept. Hamarsrétt á Vatnsnesi

 

Stóðréttir

  • 4. sept. Miðfjarðarrétt – snemma morguns
  • 25. sept. Þverárrétt í Vesturhópi
  • 1. okt. Víðidalur – stóðsmölun.
  • Gestum boðið í smalamennsku.
  • 2. okt. Víðidalstungurétt
  • – hestasýningar og skemmtun

 

Réttir í Austur-Húnavatnssýslu

Blönduósbær:

  • 11.-12. sept. Skrapatungurétt - fjárréttir
  • 19. sept. Skrapatungurétt – stóðréttir.
  • Gestum boðið í smalamennsku.

 

Húnavatnshreppur:

Fjárréttir

  • 4. sept. Rugludalsrétt
  • 4. sept. Auðkúlurétt
  • 11. sept Stafnsrétt
  • 12. sept. Hlíðarrétt
  • 10.-11. sept. Undirfellsrétt

 

Stóðréttir

  • 20. sept. Hlíðarrétt
  • 25. sept. Auðkúlurétt
  • 25. sept. Undirfellsrétt

 

Skagabyggð:

11. sept. Fossárrétt - fjárréttir

Réttir í Skagafirði

Fjárréttir

  • 4. sept. Deildardalsrétt
  • 4. sept. Árhólarétt – Unadalur
  • 10. sept. Stíflurétt í Fljótum
  • 11. sept. Stafnsrétt
  • 11. sept. Sauðárkróksrétt
  • 11. sept. Skarðarétt
  • 11. sept. Holtsrétt í Fljótum
  • 11. sept. Flókadalsrétt í Fljótum
  • 11. Sept. Selárrétt á Skaga
  • 12. sept. Laufskálarétt
  • 12. sept. Staðarrétt
  • 13. sept. Silfrastaðarétt
  • 18. sept. Hofsrétt
  • 19. sept. Hlíðarrétt
  • 19. sept. Mælifellsrétt

 

Stóðréttir

  • 12. sept. Silfrastaðarétt
  • 18. sept. Staðarrétt
  • 18. sept. Skarðarétt
  • 24. sept. Árhólarétt – Unadalur
  • 24. sept. Deildardalsrétt
  • 25. sept. Laufskálarétt
  • 2. okt. Flókadalsrétt í Fljótum              

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir