Reynist Feykir.is sannspár?

Óskar Páll er alvanur því að landa stórlöxum en skyldi hann landa Evrovisionsigri?

Feykir.is spáði því í janúarmánuði að Óskar Páll Sveinsson myndi fara alla leið með hið hugljúfa lag sitt Is it True. Undankeppnin í gærkvöld gaf góð fyrirheit og ljóst að Jóhanna Guðrún og félagar áttu hugi og hjörtu áhorfenda í sal.

Feykir.is óskar Óskari Páli og fjölskyldu til hamingju með glæsilegan árangur og veltir því enn og aftur fyrir sér hvernig keppnin kæmi út í hinum glæsilega Miðgarði.

Við ætlum að leyfa okkur að vera bjartsýn og spá Óskari og Jóhönnu Guðrúnu sigri á laugardag.

Fleiri fréttir