Ríflega 200 starfsmenn tóku þátt í Stóra sýslumannadeginum

Alls munu sýslumenn landsiins vera níu en voru þar áður 19 talsins. Hugmyndir hafa verið uppi að fækka þeim niður í einn. Væri það ekki synd og skömm? Sýslumaður Norðurlands vestra er Birna Ágústsdóttir á Blönduósi. AÐSENDAR MYNDIR
Alls munu sýslumenn landsiins vera níu en voru þar áður 19 talsins. Hugmyndir hafa verið uppi að fækka þeim niður í einn. Væri það ekki synd og skömm? Sýslumaður Norðurlands vestra er Birna Ágústsdóttir á Blönduósi. AÐSENDAR MYNDIR
Föstudaginn 3. október sl. stóðu sýslumenn fyrir sameiginlegum vinnudegi starfsfólks embættanna. Saga sýslumanna er löng en þetta er aðeins í annað skipti sem starfsfólk allra sýslumannsembættanna kemur saman. Vinnudagurinn fór fram á Akureyri og tóku 203 starfsmenn 9 sýslumannsembætta þátt. Megináhersla var lögð á framtíðarsýn og samvinnu milli embættanna. Fulltrúar frá Háskóla Íslands stýrðu vinnustofum þar sem fjallað var um lykilþætti farsælla breytinga, forystu og mikilvægi samvinnu í umbótastarfi.
 
Í kjölfarið tóku sýslumenn og starfsfólk þátt í stefnumótunarvinnu þar sem mótuð voru forgangsmarkmið fyrir næsta ár. Þrjú gildi voru skilgreind sem leiðarstef starfseminnar; Framsækni, þekking og samvinna. Gildin endurspegla kjarnann í starfsemi sýslumannsembættanna, sem lengi hefur byggt á fagmennsku, trausti, virðingu og áreiðanleika.

 

Á vinnustofunum komu fram skýrar áherslur um áframhaldandi eflingu stafrænnar þjónustu, samræmingu verklags milli embætta, að stuðla að aukinni starfsánægju og nauðsyn þess að tryggja að breytingar byggist á opnu upplýsingaflæði og gagnkvæmu trausti.

Dagurinn endurspeglaði sterkan vilja sýslumanna til að standa saman að eflingu nýsköpunar, samnýtingu krafta og að halda áfram að vera í fararbroddi stafrænnar þjónustu hins opinbera.

Mikil ánægja ríkti meðal starfsfólks og sóknarhugur einkenndi starfið.

Aðalfundur sýslumannafélags Íslands fór fram að starfsdegi loknum. Formaður var endurkjörinn Svavar Pálsson, sýslumaður á Norðurlandi eystra og settur sýslumaður á Austurlandi, og formaður sýslumannaráðs Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi og settur sýslumaður í Vestmannaeyjum, einnig endurkjörin.

/Fréttatilkynning

Fleiri fréttir