Rigning eða slydda í dag
Norðaustan 10-15 og rigning eða slydda er á Ströndum og Norðurlandi vestra, en mun hægari og úrkomulítið í innsveitum. Hiti 0 til 6 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Norðaustan og austan 8-18 m/s, hvassast á SA-landi og annesjum NV-lands. Rigning eða slydda á A-verðu landinu, en úrkomulítið V-til. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast SV-lands.
Á sunnudag:
Norðaustan 10-15 m/s og rigning eða slydda á Vestfjörðum. Fremur hæg breytileg átt og rigning með köflum annars staðar. Hiti 1 til 8 stig.
Á mánudag:
Hvöss norðanátt og slydda eða eða rigning NV-til, annars mun hægari og lítilsháttar úrkoma með köflum. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig.
Á þriðjudag:
Norðanátt og slydda eða snjókoma, en þurrt S-lands. Hiti 1 til 5 stig syðra, en kringum frostmark annars staðar.
Á miðvikudag:
Austanátt, skýjað og rigning eða slydda S-lands. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag:
Líkur á rigningu eða slyddu víða um land.