Rigning með köflum

Norðaustan 8-13 m/s og rigning með köflum er á Ströndum og Norðurlandi vestra, en hægari um tíma í dag. Norðaustan 10-15 í kvöld, en 13-18 á annesjum og bætir í rigningu. Él og heldur hvassari á morgun. Hiti 1 til 6 stig, en um frostmark á morgun, einkum síðdegis.

Á Norðurlandi vestra er hálka eða hálkublettir á fjallvegum og einnig hálkublettir á nokkrum vegum á láglendi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:

Norðan og norðaustan 10-20 m/s, hvassast N- og V-lands. Víða snjókoma NV-til, annars slydda eða rigning, en þurrt að kalla á SV-horninu. Hiti 2 til 6 stig með S- og A-ströndinni, annars í kringum frostmark.

Á laugardag:

Norðan og norðaustan, 13-20, hvassast A-til. Él NV-til, þurrt og bjart um landið suðvestanvert, en talsverð snjókoma NA- og A-lands og sums staðar slydda við ströndina. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust við suðurströndina.

Á sunnudag:

Hægt minnkandi norðaustanátt og snjókoma NA-til, él um landið NV-vert, en úrkomulítið syðra. Hiti breytist lítið.

Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag:

Útlit fyrir áframhaldandi norðaustanátt og víða dálítil él, einkum fyrir norðan og austan. Kalt í veðri.

Fleiri fréttir