Rigning með köflum en styttir upp seint í dag

Norðaustan 10-15 er á Ströndum og Norðurlandi vestra, en 15-23 á annesjum. Rigning með köflum. Minnkandi austanátt og styttir upp seint í dag, 5-13 m/s í kvöld. Dálítil rigning í fyrramálið, en hægari og úrkomulítið síðdegis. Hiti 2 til 8 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:

Austan 5-13 m/s. Rigning SA- og A-lands, annars úrkomulítið. Hiti 3 til 10 stig.

Á sunnudag:

Hæg suðlæg átt. Súld eða rigning A-lands og stöku skúrir syðra, en skýjað með köflum og þurrt á N- og V-landi. Hiti 2 til 7 stig, en vægt frost í innsveitum fyrir norðan.

Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag:

Suðaustlæg átt. Léttskýjað N-verðu landinu, en skýjað og smáskúrir S-til. Hiti breytist lítið.

Fleiri fréttir