Rigning með köflum í dag
Á Ströndum og Norðurlandi vestra er suðaustan og síðar sunnan 10-15 og rigning með köflum. Hvessir síðdegis á morgun, sunnan 15-23 seinnipartinn. Hiti 5 til 10 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á miðvikudag:
Suðvestan og sunnan 15-23 m/s og skúrir eða rigning, en 10-15 og úrkomulítið á N- og A-landi. Hiti 5 til 10 stig.
Á fimmtudag:
Suðlæg átt um landið A-vert en norðanátt V-til, víða 15-23 m/s en heldur hægari V-til framan af degi. Rigning, talsverð SA-lands en slydda eða snjókoma til fjalla norðantil. Hiti 3 til 9 stig, hlýjast A-lands.
Á föstudag:
Hvöss norðvestanátt en suðvestan strekkingur þegar líður á daginn. Rigning á láglendi N- og V-lands en slydda eða snjókoma til fjalla. Úrkomulítið SA- og A-til. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast SA-lands.
Á laugardag:
Suðaustan- og austanátt með rigningu S- og A-lands, en þurrt að kalla annars staðar. Hiti 2 til 8 stig.
Á sunnudag:
Útlit fyrir norðaustanátt með rigningu á landinu austanverðu en þurrt að mestu á S- og V-landi. Áfram fremur svalt í veðri.
Á mánudag:
Norðan og norðvestanátt með rigningu eða slyddu um landið norðanvert en bjartviðri syðra. Fremur svalt.