Róbert hættir með Tindastólsliðið

Róbert Haraldsson hefur ákveðið í samráði við stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls að hætta þjálfun á meistaraflokki karla hjá Tindastól.   Róbert segir ákvörðunina hafa verið mjög erfiða og alfarið vegna persónlegra ástæðna.

-Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls hefur í einu og öllu staðið þétt við bakið á mér undanfarin tvö ár og unnið frábæra vinnu fyrir félagið. Það er mikil eftirsjá hjá mér, því staða knattspyrnunnar hjá Tindastól er mjög góð og spennandi tímar framundan. En, það verður einhver annar þess aðnjótandi að taka þátt í því blómlega starfi sem framundan er hjá Tindastól.

Róbert þjálfaði lið Tindastóls með ágætum árangri, kom liðinu upp í 2. deild á fyrsta tímabili sínu með liðið og þá enduðu Stólarnir í sjötta sæti í 2. deild síðastliðið sumar. Robbi var líka hinn mesti refur í vítateig andstæðinganna og skoraði slatta af mikilvægum mörkum fyrir Stólana.

Fleiri fréttir