Rokland forsýnd í kvöld í Sauðárkróksbíói

Forsýning kvikmyndarinnar Rokland verður í kvöld í Sauðárkróksbíói og hafa aðstandendur myndarinnar  boðið leikurum og hjálparliði úr Skagafirði að koma og sjá afrakstur vinnu þeirra en flestar útitökur voru teknar á Sauðárkróki og nærsveitum.

Snorri Þórisson framleiðandi myndarinnar segist vera mjög ánægður með myndina. -Frábærir leikarar og flott umhverfi. Það var mjög gott að mynda í Skagafirði. Fólk var boðið og búið að aðstoða okkur.

Leikstjóri og handritshöfundur Roklands er Marteinn Þórsson en myndin er framleidd af Pegasus ehf. Með aðahlutverk fara: Ólafur Darri Ólafsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson , Lára Jóhanna Jónsdóttir og LADDI. Almennar sýningar hefjast 14. janúar og verður myndin sýnd um land allt á svipuðum tíma.

Myndskeið úr Roklandi er hægt að sjá HÉR

Fleiri fréttir