Sæluvika Skagfirðinga 2020 verður dagana 27. september til 3. október

Pilsaþytskonur við setningu Sæluviku. Mynd: vefur Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Pilsaþytskonur við setningu Sæluviku. Mynd: vefur Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar birtust þau gleðitíðindi að Sæluvika Skagfirðinga þetta árið verður haldin. Í fréttinni segir: Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkti á fundi sínum sl. föstudag að Sæluvika Skagfirðinga 2020 muni fara fram dagana 27. september til 3. október nk. Fresta þurfti Sæluviku vegna þeirra takmarkana sem í gildi voru í samfélaginu vegna Covid-19 en hún er ávallt haldin í lok apríl ár hvert. Leikfélag Sauðárkróks mun frumsýna leikritið "Á frívaktinni" í Sæluviku, veitt verða samfélagsverðlaun Skagafjarðar ásamt fjölda annarra viðburða. 

/SHV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir