Sæluvikan blásin af

Einn koss enn og ég segi ekki orð við Jónatan. Frá uppsetningu LS 2018.
Einn koss enn og ég segi ekki orð við Jónatan. Frá uppsetningu LS 2018.

Ekkert verður af Sæluviku sem ráðgert hafði verið að halda í lok september þar sem atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd ákvað á fundi sínum í gær að aflýsa henni. Segir á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar að þyngst vegur í þeirri ákvörðun hertar sóttvarnaraðgerðir almannavarna og ekki fyrirséð hvenær þeim verður aflétt.

Í síðustu viku tók stjórn Leikfélag Sauðárkróks ákvörðun um að fresta sýningu á nýju leikriti Péturs Guðjónssonar, sem æfingar voru hafnar á sl. vetur. Ráðgert hafði verið að frumsýna í Sæluviku, sem var svo frestað fram á haustið. Til stóð að taka þráðinn upp á ný fyrir haustið en nú er útséð með það og ekki sýnt fyrr en í næstu Sæluviku.

Þrátt fyrir að Sæluviku 2020 hafi verið aflýst var ákveðið að veita Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2020 en þau hafa síðustu ár verið veitt á setningu Sæluviku. Verður auglýst eftir tilnefningum fljótlega segir á skagafjordur.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir