Sæluviku Skagfirðinga frestað

Pilsaþytur við opnun Sæluviku 2019. Mynd: PF.
Pilsaþytur við opnun Sæluviku 2019. Mynd: PF.

Vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar og tilmæla Almannavarna Ríkisins hefur verið tekin sú ákvörðun að fresta Sæluviku Skagfirðinga sem fara átti fram vikuna 26. apríl – 3. maí 2020. Á heimasíðu Svf. Skagafjarðar kemur fram að til skoðunar er að halda Sæluviku Skagfirðinga á haustmánuðum eða mögulega að færa til næsta árs. Verður ákvörðun tilkynnt síðar.

„Sveitarfélagið Skagafjörður biðlar til íbúa að fara að öllu með gát og fylgja fyrirmælum almannavarna. Við erum öll almannavarnir,“ segir á skagafjordur.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir