Sæunnarkveðja Gísla Þórs
Út er komin 5. ljóðabók Gísla Þórs Ólafssonar, Sæunnarkveðja – sjóljóð. Í bókinni segir af ævintýralegu sjóferðalagi einstaklings. Kápumynd gerði Hilmir Jóhannesson.
Bókin er styrkt af Menningarráði Norðurlands vestra.
Í þessari sjóferð kemur ljóðmælandi bókarinnar m.a. við í maga fugls og gerir upp fortíðina á göngutúrum á bakborða með Bowie plötu í farteskinu.
Höfundur bókarinnar hefur einungis tvisvar stigið um borð í skip.
stundum á síðkvöldum
ímynda ég mér að hún sé að kafa
og komi kafandi til mín
komi uppúr eins og hafmeyja
kafandi hingað á reginhaf
það er samt varla að hún sé í formi til þess
nema hún hafi verið í átaki
Höfundurinn sér sjálfur um sölu bókarinnar og er áhugasömum bent á að hægt er að senda fyrirspurn á netfangið gislith@simnet.is