Saga og menning við Húnaflóa
Næstkomandi laugardag heldur Sögufélagið Húnvetningur fund í þjóðskjalasafninu þar sem tveir sagnfræðignar hafa framsögu og kynnt verður ný bók Hallgríms Gíslasonar, Klénsmiðurinn á Kjörvogi. Framsögurnar fjalla um Gísla biskup Magnússon og Daða Davísson, fræðimann í Vatnsdal.
Jón Torfason sagnfræðingur fjallar um vísitasíu Gísla biskups Magnússonar, þess sem stóð að byggingu dómkirkjunnar á Hólum, sem nú prýðir staðinn og Hjaltadal. Framsaga Unnars Ingvarssonar fjallar um fræðimann í Vatnsdal, Daða hinn fróða Davíðsson á Gilá.
Loks verður kynnt ný bók Hallgríms Gíslasonar: Klénsmiðurinn á Kjörvogi, sem er um Þorstein bónda og smið í Kjörvogi, manns með læknishendur, son Þorleifs á Hjallalandi og Skáld-Helgu konu hans.
Húnvetningur býður áhugamenn um sagnfræði og menningu við Húnaflóa velkomna á fundinn sem hefst í Þjóðskjalasafninu, við Laugarveg 162, klukkan 14.