Samfylkingin fagnar persónukjöri
feykir.is
Aðsendar greinar
22.02.2009
kl. 17.38
Kjördæmisráðsfundur Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, haldinn í Borgarnesi 21. febrúar 2009, fagnar fram komnum hugmyndum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur um breytingar á kosningalögum, þess efnis að unnt verði að taka upp persónukjör í komandi alþingiskosningum.
Kjördæmisráðið hvetur til góðrar samstöðu á Alþingi um þetta brýna lýðræðismál og að afgreiðslu þess verði hraðað svo framboðin getið lagað sig að nýjum og lýðræðislegum vinnubrögðum hið fyrsta.
Kjördæmisráðið felur stjórn ráðsins að kalla ráðið saman til fundar þegar og ef þessar breytingar ná fram að ganga til að ræða breytta stöðu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.