Samið við Vinnuvélar Símonar vegna hitaveitu og strenglögn
Í lok síðasta mánaðar voru opnuð tilboð í vinnuhluta verksins „Hofsós - Neðri Ás vinnuútboð 2019, hitaveita og strenglögn,“ hjá Sveitarstjórn Skagafjarðar. Tvö tilboð bárust í verkið; frá Steypustöð Skagafjarðar og Vinnuvélum Símonar. Gert er ráð fyrir um 47 tengingum í þessum áfanga og er vatnsþörfin í kringum 3,8 l/sek. og er viðbót við veitukerfið frá Hrolleifsdal.
Að sögn Gunnars Björns Rögnvaldssonar, verkefnastjóra hjá Skagafjarðarveitum, má búast við því að 26 íbúðarhús, 12 frístundahús, 5 útihús og 4 hús: skemmur, reiðhöll, verkstæði og sýningaraðstaða, tengist veitunni.
Kostnaðaráætlun verksins var unnin af Verkfræðistofunni Stoð og hljóðaði upp á 138.829.400.-.
Steypustöð Skagafjarðar bauð 145.073.840.- en Vinnuvélar Símonar ehf 117.462.900.- sem fékk verkið fyrir vikið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.