Selasigling og Brekkulækur fengu verðlaun
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
09.11.2010
kl. 09.58
Á uppskeruhátíð Ferðaþjónustunnar á Norðurlandi sem haldin var í Húnaþingi vestra á dögunum veitti Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi þrenn verðlaun en tvenn verðlaun fóru til ferðaþjónustuaðila í Húnaþingi vestra. Það voru Selasigling ehf á Hvammstanga sem fékk verðlaun fyrir skemmtilegasta nýjung, en Ferðaþjónustan á Brekkulæk fyrir langan starfsferil.
Þriðja ferðaþjónustufyrirtækið, sem fékk verðlaun fyrir faglega uppbyggingu, er Skjaldarvík í Eyjafirði. Það var Ólöf Ýr Atladóttir ferðamálastjóri sem afhenti verðlaunaskjölin og blóm.