Selatalningin mikla á sunnudaginn

Mynd: Jóhann Óli
Mynd: Jóhann Óli

Selatalningin mikla á vegum Selaseturs Íslands á Hvammstanga verður haldin sunnudaginn 25. júlí nk. Allir er hvattir til að taka þátt og með þátttöku gefst fólki kostur á að skoða landsel í sínu náttúrulega umhverfi.

Klukkan 13:00 fer fram afhending gagna , kynning og þjálfun á Selasetrinu ásamt kaffiveitingum. Frá 15:00 - 19:00 fer síðan talningin sjálf fram. 

Markmið selatalningarinnar er að styðja við frekari rannsóknir , með því að afla þekkingar á fjöld sela á þessum slóðum og þróa áfram sjálfbæra ferðamennsku í skoðun villtra dýra.

Frekari upplýsingar um talninguna má finna á vefsíðu Selaseturs Íslands.

/SMH

 

Fleiri fréttir