Selja hlut sinn í Íshestum

Sveitarfélagið Skagafjörður ákvað á fundi á dögunum að leita eftir því við VJI Ráðgjöf að sjá um að selja hlut sveitarfélagsins í Íshestum ehf. á hámarksvirði.

Á sama fundi hafði verið lagt fram erindi frá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins þar sem tilkynnt var að sjóðurinn hafi ákveðið að selja hlutafé sitt í Íshestum ef ásættanlegt söluverði fáist. Á sveitarfélagið forkaupsrétt á bréfunum og var boðið þau til kaups. En í stað kaupa var ákveðið að selja einnig hlutaféð.

Fleiri fréttir