Séra Sigríður komin úr leyfi
feykir.is
Skagafjörður
01.10.2010
kl. 12.41
Séra Sigríður Gunnarsdóttir, sóknarprestur á Sauðárkróki, hefur nú hafið störf á nýjan leik eftir fæðingarorlof. Séra Sigríður mun halda sína fyrstu guðsþjónustu á sunnudag klukkan 14:00.
Þá hefur vetrarstarf í safnaðarheimilinu hafist og verður sem hér segir;
Mánudagar:
Kirkjuprakkarar, 4. og 5.bekkur kl.17-18 (byrja 11.október)
Þriðjudagar:
Foreldramorgnar (Samvera, spjall og fræðsla) kl.10-12
Miðvikudagar
Föndur heldri borgara kl.13-16 (byrjar 20. október)
Fimmtudagar:
Stubbar, 6. og 7.bekkur, kl.17-18.15 (byrja 7.október)
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.