Séra Sigríður settur prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi

Nýr prófastur ásamt vígslubiskup og prestum við athöfnina í gær. Séra Bryndís Svavarsdóttir á Sauðárkróki, sr. Magnús Magnússon á Hvammstanga, sr. Dalla Þórðardóttir á Miklabæ, sr. Halla Rut Stefánsdóttir Hofsósi, séra Sigríður Gunnarsdóttir á Sauðárkróki sr. Gísli Gunnarsson vígslubiskup, Jón Ármann Gislason prófastur í Eyjafjarðar- og Þingeyjaprófastdæmi, sr. Bryndís Valbjarnardóttir prestur Skagaströnd og Edda Hlíf Hlífarsdóttir. MYND AF SÍÐU HÓLADÓMKIRKJU
Nýr prófastur ásamt vígslubiskup og prestum við athöfnina í gær. Séra Bryndís Svavarsdóttir á Sauðárkróki, sr. Magnús Magnússon á Hvammstanga, sr. Dalla Þórðardóttir á Miklabæ, sr. Halla Rut Stefánsdóttir Hofsósi, séra Sigríður Gunnarsdóttir á Sauðárkróki sr. Gísli Gunnarsson vígslubiskup, Jón Ármann Gislason prófastur í Eyjafjarðar- og Þingeyjaprófastdæmi, sr. Bryndís Valbjarnardóttir prestur Skagaströnd og Edda Hlíf Hlífarsdóttir. MYND AF SÍÐU HÓLADÓMKIRKJU

Fjölmenni var við messu í Hóladómkirkju í gær en þá var sr. Sigríður Gunnarsdóttir frá Flatatungu sett inn í embætti prófasts í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi. Í færslu á Facebook-síðu Hóladómkirkju segir að efnt hafi verið til veislu á eftir þar sem þær fengu sinn hvorn blómvöndinn, sr. Sigríður og sr. Dalla Þórðardóttir á Miklabæ, fráfarandi prófastur, og henni þökkuð farsæl störf.

„Takk fyrir góða messu og heillaóskir. Þakklát öllum sem glöddust með okkur í dag. Ég er lánsöm að eiga góða kollega og þakklát fyrir allt dygga og trausta kirkjunnarfólk í Skagfirði og Húnavatnssýslum,“ segir sr. Sigríður í kommenti við færsluna.

Á vef Þjóðkirkjunnar segir: Prófastsdæmi kirkjunnar eru níu og í hverju þeirra starfar prófastur. Biskup útnefnir prófast úr hópi þjónandi presta í hverju prófastsdæmi en prófastur hefur í umboði biskups tilsjón með kirkjulegu starfi í prófastsdæminu, embættisfærslum presta, þjónustu vígðra og starfi sóknarnefnda. Hann er tilsjónarmaður og ráðgjafi þessara aðila.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir