Sewa með þrennu í stórsigri Stólanna

Sewa Marah hóf loks markaskorun fyrir Stólana í gær og þá dugði ekkert nema hat-trick. Hér er hann helsáttur eftir að hafa fullkomnað þrennuna. MYND: ÓAB
Sewa Marah hóf loks markaskorun fyrir Stólana í gær og þá dugði ekkert nema hat-trick. Hér er hann helsáttur eftir að hafa fullkomnað þrennuna. MYND: ÓAB

Lið Tindastóls og Einherja mættust á Króknum í gærkvöldi í 16. umferð 3. deildar. Leikurinn var jafn framan af en eftir að lið Tindastóls komst yfir þá var eiginlega aldrei spurning hvort liðið væri sterkara. Þrjú mörk á sjö mínútna kafla í snemma í síðari hálfleik kláuðu leikinn og Stólarnir tryggðu sér þar með þrjú stig og komu sér betur fyrir í efri hluta deildarinnar og kvöddu falldrauginn í leiðinni en enn eru sex umferðir eftir af mótinu. Lokatölur voru 5-1 í fínum leik.

Leikurinn var tætingslegur á upphafsmínútunum og vantaði talsvert upp á að liðin næðu ró í spilamennskuna en ekki verður aðstæðum kennt um að þessu sinni, ágætis haustveður meðan á leik stóð. Vörn Tindastóls var í vandræðum framan af og gestirnir fengu nokkur ákjósanleg færi, voru grimmir í teignum en þeim gekk illa að hitta markið. Þar stóð sem fyrr Atli Dagur og greip vel inn í þegar þess þurfti. Fyrsta mark leiksins gera Sewa Marah, komst í fínt færi eftir góða spilamennsku og hamraði boltann í hornið. Það var eins og mesta loftið færi úr gestunum við þetta og skömmu fyrir hlé bætti Sewa við öðru marki, var á undan markmanni Einherja í boltann og nikkaði í markið áður en þeir lentu í smá árekstri. Dómarinn ákvað að dæma aukaspyrnu flestum til mikillar undrunar en óhætt er að segja að flautuleikarinn kom áhorfendum nokkuð á óvart með einleik sínum í fyrri hálfleik. Addi Ólafs, sem kom inn á eftir að Benni fyrirliði meiddist, náði hins vegar að skora hið mikilvæga annað mark fyrir Tindastól rétt áður en flautað var til hálfleiks, vann boltann á hættulegum stað, komst framhjá varnarmanni gestanna og kláraði færið vel.

Sewa og Luke Rae hafa verið að skipta með sér hlutverkum í síðustu leikjum, Luke byrjað frammi en svo fært sig á vinstri kantinn og Sewa farið fram. Leikmönnum Einherja gekk bölvanlega að stöðva Luke á kantinum, enda snöggur og leikinn, og hann vann aukaspyrnu við vinstra vítateigshornið á 57. mínútu. Hann tók spyrnuna sjálfur, sá að Björgvin Geir í marki gestanna var ekki vel staðsettur og dúndraði boltanum á nærstöngina þar sem markvörðurinn kom engum vörnum við. Næstu mínútur léku Stólarnir á alsoddi, áttu hverja dúndarsóknina af annarri. Sewa bætti við öðru marki sínu á 59. mínútu eftir sendingu frá Luke, tók boltann á lofti og hann söng í netinu. Hann fullkomnaði þrennuna fimm mínútum síðar, elti sendingu fram völlinn, var bæði fljótari og sterkari en varnarmenn Einherja og negldi boltanum síðan í markið. Sewa gekk til liðs við Stólana í ágúst og hafði ekki fundið netmöskvana fyrr en í gær og hann var sannarlega kátur með hat-trickið. 

Eftir þessa rispu róaðist leikur Tindastóls talsvert og gestirnir að austan komust aðeins á boltann. Þeir ógnuðu reyndar ekki mikið en uppskáru þó víti eftir tæklingu Tanners á 86. mínútu. Eftir nokkra reykistefnu Einherjamanna fékk Recoe Reshan Martin að taka vítið og hann skoraði af öryggi. Niðurstaðan 5-1 sigur Tindastóls.

Stólarnir eru enn í fimmta sæti 3. deildar, nú með 24 stig, stigi á eftir liðum KFG og Augnabliks. Staða KV (37 stig) og Reynis Sandgerði (35 stig) er hins vegar sterkt á toppi deildarinnar og fátt sem virðist geta komið í veg fyrir að þau skili sér upp í 2. deild. Í gærkvöldi voru Sewa og Luke mjög góðir í liði Tindastóls og þá átti Pablo (Isaac Owusu) fínan leik á miðjunni. Addi var líka líflegur enda langt síðan hann hefur skorað, það virtist gera honum gott. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir