Sex áfram í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda

Á heimasíðu Varmahlíðarskóla segir frá því að allmargir nemendur skólans tóku þátt í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda.  Af 44 þátttakendum úr 1600 umsækjanda hópi eru 6 nemendur úr Varmahlíðarskóla sem komast áfram með sínar hugmyndir.

Munu nemendurnir sex frá tækifæri til að vinna með hugmyndirnar í vinnusmiðju sem verður 16. og 17. september í Reykjavík.

Þeir nemendur sem komust áfram eru: Sylvía Sif Halldórsdóttir með hugmyndina Gaddavari, Ingibjörg Lóa Hjaltadóttir, Katarína Leifsdóttir og Sædís Alfsdóttir með hugmyndina Brummi og Berglind Guðmundsdóttir og Sonja Sigurgeirsdóttir með hugmyndirnar Frystikistufesting og Rúllusamstæða sem límir enda. Til hamingju með árangurinn stelpur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir