Síðustu kindurnar komnar í hús.
Milli jóla og nýárs var gerður út leiðangur manna úr Fljótum og Siglufirði og farið á bát út á Siglunes og tvær kindur sem vitað var um þar handsamaðar. Þetta voru ær og lambhrútur frá Brúnastöðum í Fljótum. Þar með eru allar kindur sem vitað var um komnar heim til sín og raunar ekki taldar miklar líkur fyrir að fé leynist enn í fjöllum í Fljótum og Fjallabyggð. Nú eru gjörbreyttar aðstæður við að ná kindum úr Héðinsfirði en þar var fé oft langt fram á vetur hér áður þegar sækja þurfti fé á bát í fjörðinn. ÖÞ.