Siggi, Jónsi og Guðni klára tímabilið með mfl. karla

Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls ákvað í gær að segja upp samningi Bjarka Más Árnasonar sem þjálfað hefur meistaraflokk karla á þessu tímabili. Komu fréttirnar á óvart eftir ágætan leik og sigur Stólanna á móti Fjarðabyggð á heimavelli. Stjórn knattspyrnudeildar sendi út fréttatilkynningu í dag þar sem Bjarka er þakkað framlag hans til félagsins.

„Stjórnin vill koma á framfæri þökkum til Bjarka fyrir starf hans fyrir félagið innan vallar og utan. Hann er einn leikjahæsti leikmaður Tindastóls í sögunni og spilaði sinn 200 leik fyrir félagið í sumar. Í honum fer drengur góður og óskum við honum alls hins besta í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur. Sigurður Halldórsson mun stýra liðinu út tímabilið, ásamt Jóni Stefáni Jónssyni og Guðna Þór Einarssyni.
F.H. stjórnar, Rúnar Rúnarsson, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir