Sigmundur Davíð til fundar við Framsóknarmenn
feykir.is
Skagafjörður
05.01.2009
kl. 10.12
Framsóknarmenn í Skagafirði funda í kvöld í félagsheimili sínu á Sauðárkróki en tilefni fundarins er að velja fulltrúa á flokksþing. Sérstakur gestur fundarins verður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, einn fimm frambjóðenda í embætti formanns flokksins.
Fleiri fréttir
-
Sýnum ábyrgð í umferðinni
Á Skagafjordur.is er að finna þessar ágætu leiðbeiningar í tilefni þess að skólar eru byrjaðir og umferð barna og unglinga því meiri á og við göturnar. „Nú þegar grunnskólar sveitarfélagsins hafa hafið göngu sína að nýju eftir sumarleyfi er vert að vekja athygli á umferðaöryggi barna. Daglega munu börn og ungmenni leggja leið sína út í umferðina - gangandi, hjólandi eða í bílum foreldra og forráðamanna og mikilvægt er að hafa í huga að mörg þeirra eru að stíga sín fyrstu skref sem þátttakendur í umferðinni.Meira -
Startup Landið – tækifæri fyrir frumkvöðla á Norðurlandi vestra
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 25.08.2025 kl. 15.24 siggag@nyprent.isÞað þarf ekki stórt skrifborð eða flókið umhverfi til að hugmynd fæðist – stundum dugar eldhúsborðið. En hvernig breytir maður hugmynd í raunverulegan rekstur? Í haust fá frumkvöðlar á Norðurlandi vestra og víðar tækifæri til að taka fyrsta skrefið í nýju verkefni sem nefnist Startup Landið – viðskiptahraðall landshlutasamtakanna. Umsóknarfrestur stendur til 31. ágúst. Nánar á www.startuplandid.isMeira -
Sinfó í sundi
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning 25.08.2025 kl. 14.55 bladamadur@feykir.isSinfóníuhljómsveit Íslands á 75 ára afmæli í ár og hefur í tilefni af afmælinu boðið upp á fjölmarga viðburði það sem af er ári. Næst á dagskrá hjá sveitinni eru tónleikarnir Klassíkin okkar. Tónleikunum verður ekki aðeins sjónvarpað í beinni útsendingu heldur verða þeir einnig í boði í fjölmörgum sundlaugum landsins undir heitinu Sinfó í sundi.Meira -
Skagfirðingasveit gerir sér glaðan dag
Sagt var frá því fyrr í sumar að björgunarsveitin Skagfirðingasveit komst að því að hún var bara alls ekki að verða 60 ára á árinu heldur nálgast hún hundrað árin - já þið lásuð rétt, hundrað ár. Sveitarfólk kíkti nefnilega í Héraðsskjalasafn Skagfirðinga og komust þau að því að sveitin var stofnuð árið 1932,en lagðist í dvala um 1953 en var síðar endurreist árið 1965, fyrir 60 árum.Meira -
Eyjólfur á Krúttinu í Kvöld
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra boðar til opinna íbúafunda í ágúst í öllum landshlutum til að eiga samráð um málaflokka ráðuneytisins undir yfirskriftinni Fjárfest í innviðum til framtíðar.Meira