Sigrún í aðalstjórn LH

Á landsþingi Landssambands hestamanna sem fram fór á Akureyri um helgina var Sigrún Kristín Þórðardóttir formaður hestamannafélagsins Þyts á Hvammstanga kjörin í aðalstjórn LH með 125 atkvæði en 9 einstaklingar gáfu kost á sér sem meðstjórnendur.

  • Haraldur Þórarinsson, Sleipni var endurkjörinn sem formaður án mótframboðs.
  • Gunnar Sturluson, Snæfellingi var kjörinn varaformaður án mótframboðs.
  • Kosningu hlutu fimm eftirtalin:
  •  
  • Sigurður Ævarsson, Sörla var áður í stjórn
  • Oddur Hafsteinsson, Andvara var áður í stjórn
  • Sigrún Kristín Þórðardóttir, Þyt ný í stjórn
  • Þorvarður Helgason, Fáki nýr í stjórn
  • Andrea M. Þorvaldsdóttir, Létti ný í stjórn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir