Sigur í síðasta heimaleiknum

Arnar og félagar fagna marki fyrr í sumar. Það var ekki myndavél út sigandi í dag þannig að þessi verður að duga. MYND: ÓAB
Arnar og félagar fagna marki fyrr í sumar. Það var ekki myndavél út sigandi í dag þannig að þessi verður að duga. MYND: ÓAB

Þeir voru í það minnsta þrír Kárarnir sem heiðruðu Sauðárkróksvöll með nærveru sinni í dag þegar Tindastóll lék síðasta heimaleik sinni í 2. deildinni í bili. Það var nefnilega lið Kára frá Akranesi sem var andstæðingur Tindastóls, í liði Kára var Eggert Kári og svo var það Kári vindur sem setti kannski mest mark sitt á leikinn því það var bæði rok og rigning á meðan hann fór fram. Tindastólsmönnum tókst að leggja gestina að velli og sigruðu 3-2.

Lið Tindastóls fékk meistarabyrjun og var komið í 3-0 þegar 11 mínútur voru liðnar. Fyrsta markið gerði Hafsteinn Ingi og síðan bætti Arnar Ólafsson við mörkum á 9. og 11. mínútu. Þannig stóð í hálfleik. Gestirnir minnkuðu muninn í 3-1 á 64. mínútu með marki Guðlaugs Brandssonar úr vítaspyrnu. Á 89. mínútu gerði Indriði Þorláksson annað mark Kára og á fyrstu mínútu uppbótartíma fékk Benni að líta rauða spjaldið. Tindastólsmenn lifðu þó af síðustu mínúturnar einum færri og fögnuðu sjaldgæfum sigri.

Leikurinn hafði í sjálfu sér litla þýðingu, lið Tindastóls var fallið og Kári öruggur með sæti sitt í deildinni. Með sigrinum komu Stólarnir sér upp fyrir 10 stiga múrinn og eru með 12 stig fyrir lokaumferðina. Það eru Garðbæingar í KFG sem fylgja Stólunum niður í 3. deild en á toppi deildarinnar eru það Leiknir Fáskrúðsfirði, Vestri Ísafirði og Selfoss Selfossi sem berjast um sætin tvö í Inkasso-deildinni. 

Í lokaumferðinni eiga Tindastólsmenn það verkefni fyrir höndum að mæta Vestra fyrir vestan. Það er Bjarni Jó, fyrrum þjálfari Tindastóls, sem þjálfar Ísfirðingana og hafa Stólarnir í nokkurn tíma verið lagnir við að gera Bjarni gramt í geði á fótboltavellinum. Sigur fleitir Vestra upp en ólíklegt er að jafntefli dugi ti. Lið Vestra er í öðru sæti 2. deildar með 42 stig, Fáskrúðsfirðingar eru á toppnum með 43 og mæta grönnum sínum í Fjarðabyggð í lokaumferðinni. Selfoss er í þriðja sæti með 41 stig. Það stefnir því í háspennuhelgi hjá toppliðunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir