Sjálfstæðismenn í Ljósheimum í kvöld
Kosningabarátta frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi er komin á fulla ferð. Miðvikudagskvöldið 11. mars þ.m. munu allir frambjóðendur í prófkjörsslagnum verða á fundi í félagsheimilinu Ljósheimum við Sauðárkrók kl. 20 og kynna sig og baráttumál sín. Fundurinn er öllum opinn og er fólk hvatt til að mæta.
Samkvæmt upplýsingum frá stjórn Sjálfstæðisfélags Sauðárkróks fer prófkjörið fram laugardaginn 21. mars og verður kosið á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð.
Fram að prófkjörsdegi geta þeir sem ekki verða heima á kjördag kosið utan kjörfunda á kosningaskrifstofu flokksins að Kaupangstorgi 1, þriðjudaga og föstudaga kl. 16-18.