Sjávarleður í BBC
Útsendarar BBC voru á ferð á Sauðárkróki og Dalvík í desember síðastliðnum til að taka upp efni í þáttinn „Kill it, Cut it, Use it“ þar sem fylgt er eftir framleiðsluferli á völdum vörum. Þátturinn sem tekinn var upp hér fjallar um framleiðslu á sútuðu fiskleðri sem framleitt er hjá Sjávarleðri á Sauðárkróki og var hann sýndur í Bretlandi fyrir tveimur vikum.
Skoðunarferðir á vegum Gestastofu sútarans gegnum sútunarverksmiðjuna hafa verið vinsælar og eru margar rúturnar sem koma við með gesti. Á síðasta ári fóru ríflega 5000 gestir í slíkar skoðunarferðir og er allt útlit fyrir að fleiri gestir heimsæki Gestastofuna þetta árið.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá klippu úr þætti BBC um Sjávarleður.
http://www.youtube.com/watch?v=i20MaVfqJl4