Sjö starfsmenn halda vinnunni í það minnsta fram í júní

Starfsmennirnir sjö sem hafa sl. tvö ár unnið í sérstöku átaksverkefni þáverandi ríkisstjórnar hjá Héraðsskjalasafninu á Sauðárkróki munu halda vinnunni í það minnsta fram á mitt ár en rétt fyrir áramót tókst að tryggja fjármagn í ákveðin verkefni og skráningu á ljósmyndum sem starfsmennirnir vinna við.

Er þarna um að ræða 7 starfsmenn í 5 stöðugildum. Að sögn Unnars Ingvarssonar hjá Héraðsskjalasafninu er unnið að því að finna starfsfólkinu fleiri verkefni svo ekki þurfi að koma til uppsagna en styrkur til verkefnis þess sem starffólkið hafið unnið að var skorinn niður nú um áramótin. Það er alþingi og sveitarfélagið Skagafjörður sem fjármagna störfin fram á mitt ár.

Fleiri fréttir