Skagafjörður leitar að verkefnastjóra í atvinnu-, menningar og kynningarmálum

Auglýst hefur verið laust til umsóknar starf verkefnastjóra í atvinnu-, menningar- og kynningarmálaum hjá Sveitarfélaginu Skagafirði en það losnaði þegar Sigfús Ingi Sigfússon var ráðinn sveitarstjóri. Starfshlutfall er 100% og æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Á vef Svf. Skagafjarðar segir um starfið að verkefnastjóri vinni m.a. að skilgreindum verkefnum fyrir atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd með það að markmiði að þróa áfram ákveðin verkefni sem eru til þess fallin að stuðla að uppbyggingu, nýsköpun og framþróun í Sveitarfélaginu Skagafirði. Auk þess tekur verkefnastjóri þátt í öðrum verkefnum undir stjórn sviðsstjóra og næsta yfirmanns. Starfið hentar konum jafnt sem körlum.
Sjá nánar HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.